Promens, dótturfélaga Atorku Group, hefur hækkað tilboð sitt í Polimoon upp í 35 norskar krónur en síðasta tilboð þeirra hljóðaði upp á 32,5 krónur. Finnska fyrirtækið CapMan Plc. hafði fyrr í morgun jafnað það tilboð. Promens býðst til að greiða kaupverðið með reiðufé.

CapMan Plc. er fjárfestingafélag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er talið er að það hyggist ekki eiga hlutinn lengi. Það getur því ekki réttlæt kaupin með samlegðaráhrifum eins og Promens.