Promens gekk um mánaðamótin frá sölu á verksmiðjum í Frakklandi sem framleiðir íhluti í einkabíla. Salan er liður í að skerpa áherslur á bílaíhlutasviði félagsins. Kaupandi er American Industrial Acquisition Corporation (“AIAC”). Fyrirtækið ætlar að einbeita sér að framleiðslu íhluta fyrir vöru- og fólksflutningabíla auk þungavinnuvéla.

Fram kemur í tilkynningu frá Promens að salan sé liður í að skerpa áherslur á bílaíhlutasviði félagsins. Einingarnar sem hafa verið seldar eru staðsettar í Villefranche, Vendee, Charlieu og La Roche-sur-Yon.

Vitnað er til Jakobs Sigurðssonar, forstjóra Promens, að fyrirtækin í Frakklandi falli ekki lengur undir viðskiptalíkan fyrirtækisins og því hafi verið ákveðið að selja þau.

Eftir söluna samanstendur bílaíhlutasvið Promens af níu verksmiðjum í sjö löndum.