Hagnaður plastframleiðandans Promens í fyrra nam 17,8 milljónum evra, andvirði um 2,9 milljarða króna. Árið 2011 var 8,5 milljóna evra tap á rekstri fyrirtækisins. Velta lækkaði eilítið milli ára, var 611,2 milljónir evra árið 2011 en 596,7 milljónir í fyrra. EBITDA hagnaður hækkaði þó lítillega milli ára, úr 57,4 milljónum evra í 60,0 milljónir evra í fyrra. Vaxtaberandi skuldir félagsins lækkuðu úr 159 milljónum evra í 141 milljón á árinu og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 30,0% í 33,3%. Fjármagnskostnaður dróst verulega saman frá fyrra ári vegna uppgreiðslu lána og lækkaðs vaxtaálags, að því er segir í tilkynningu.

Í tilkynningu frá Promens segir að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á árinu 2012, þrátt fyrir töluverðan mótbyr vegna erfiðs efnahagsástands á mörkuðum í Evrópu og hárra hráefnaverða. Í apríl gekk Promens frá sölu nokkurra verksmiðja í Frakklandi sem framleiddu aðalega íhluti fyrir franska fólksbílaframleiðendur. Hverfisteypuverksmiðju í Danmörku var einnig lokað og hluti framleiðslunnar fluttur til annarra verksmiðja á meginlandi Evrópu. Á árinu var verksmiðju Promens á Dalvík stækkuð til muna og tekinn í notkun fyrsti hverfisteypuofninn í heiminum sem knúinn er rafmagni.

Promens hf. er að mestu í eigu Horns Fjárfestingafélags og Framtakssjóðs Íslands.