Promens, dótturfyrirtæki Atorku Group, hefur meðtekið tilkynningu Plast Holding AS, dags. 1. nóvember 2006, þar sem Promens gerir athugasemdir, í ljósi yfirlýsingar frá stjórn Polimoon þann 31. október 2006, við skuldbindingum tiltekinna hluthafa sem borist hafa Plast Holding AS. Promens gerir sér grein fyrir að að Plast Holding AS er á annarri skoðun heldur en stjórn Polimoon hvað þetta varðar, segir í tilkynningu.

Vísað er til yfirlýsingar frá Promens Inc., dags. 31 október 2006, varðandi áform um að bjóðast til að kaupa allt útistandandi hlutafé í Polimoon ASA.

Til staðfestingar afstöðu stjórnar Polimoon varðandi skuldbindingar frá tilteknum hluthöfum sem hafa borist Plast Holding AS, lýsir Promens því yfir að það verði gert tilboð í allt útistandandi hlutafé í Polimoon. Verðið verður NOK 32.50 á hlut, sem samsvarar NOK 1,279 milljón (EUR 154 milljón) þynntu virði eigin fjár. Tilboðið verður gert með tilboðsskjali sem verður sent öllum hluthöfum fáist samþykki Kauphallarinnar í Ósló, sennilega um 10. nóvember 2006.

Tilboðið er háð eftirfarandi skilyrðum: (1) að 90% samþykki fáist; (ii) að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun verði ásættanlegar; (iii)að samþykki eftirlitsaðila fáist; (iv) að ásættanleg fjármögnun fáist með sambankaláni og hlutafé, nema undanþága sé veitt við einu eða fleiri ofantalinna skilyrða áður en skjalinu er dreift til hluthafa.

Eins og fram kom í tilkynningunni sem var birt 31. október 2006 felur tilboð Promens í sér eftirfarandi:

Tilboðsverðið er 43,8% hærra en verð á hlut í lok dags þann 16. október 2006, NOK 22,6, síðasta viðskiptadag áður en tilkynning um ætlun CapMan að gera tilboð í Polimoon var birt.

Tilboðsverðið er 49,6% hærra en meðalgengi hluta í Polimoon í Kauphöllinni í Osló m.v. 20 daga tímabil, 50,2% hærra m.v. 3 mánaða tímabil og 58,4% hærra m.v. 6 mánaða tímabil.

Tilboðsverðið er 18,2% hærra en tilboðsverð CapMan upp á NOK 27,5 á hlut.

Tilboðsverðið er 51,2% hærra en útboðsgengi við skráningu Polimoon í Kauphöllinni í Osló í apríl 2005 eða NOK 21,50 á hlut.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og ABG Sundal Collier í Noregi hafa veitt ráðgjöf vegan mögulegra kaupa og Advokatfirmaet Schjødt AS hafa verið lögfræðiráðgjafar fyrir Promens.