Púertó Ríkó, sambandssvæði Bandaríkjanna sem staðsett er í Karíbahafinu, stefnir í greiðslufall næsta laugardag samkvæmt Victor Suarez, embættismanni innan ríkisstjórnarinnar. CNBC greinir frá þessu.

Til þess að komast hjá greiðslufalli þarf Púertó Ríkó að inna af hendi 169,6 milljóna dala greiðslu, en Suarez segir hins vegar að peningarnir séu ekki til hjá ríkissjóði.

Endurfjármögnun skulda eyjarinnar fara að líkindum í uppnám komi til greiðslufalls. Þetta sjálfsstjórnarsvæði hefur fjármagnað hallarekstur með erlendri lántöku umtíma og skuldar nú meira en 72 milljarða dali.