Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma seldi fyrir 6,8 milljarða evra eða um 985 milljarða króna árið 2021 og jókst salan um 32% milli ára. Þetta kemur fram í frétt hjá Bloomberg.

Á fjórða ársfjórðungi nam rekstrarhagnaður fyrirtækisins 65 milljónum evra eða um 9 milljarða króna. Mikil alþjóðleg eftirspurn var eftir vörum fyrirtækisins á liðnu ári þrátt fyrir faraldurinn. Götuskór frá fyrirtækinu seldust einnig vel á árinu og hefur fyrirtækið gert stóra skósamninga við frægt tónlistar- og íþróttafólk.

Gengi bréfa Puma hækkaði samtals um 20% yfir árið 2021. Það hefur hins vegar lækkað um rúmlega 10% frá byrjun árs 2022.