Sterlingspundið hefur veikst mikið að undanförnu og er nú metið á 1,86 Bandaríkjadali, en um miðjan júlí fengust tveir dalir fyrir hvert pund. Gengi pundsins hefur ekki verið veikara síðan 1996.

Veiking pundsins kemur eftir að Englandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá á miðvikudag, þar sem spáð er erfiðum tímum fram undan í breska hagkerfinu.