Pundið hefur fallið um 1,3% í þessari viku og stendur því í 1,2757 dollurum. Þetta þýðir að breska sterlingspundið hefur ekki verið lægra í 31 ár eða síðan 1985. Þetta segir í frétt Financial Times .

Þar kemur fram að í kjölfar ræðu Theresu May, um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá, þá hafi fjárfestar túlkað hana sem vísbendingu þess efnis að útgangan verði gerð á forsendum þess að tryggja stjórn Breta á landamærum sínum og að það vegi í raun þyngra en þátttaka Breta í sameiginlega evrópska markaðinum.

Hins vegar þá hækkaði FTSE 100 vísitalan töluvert frá opnun markaðar og mælist nú yfir 7,000 stigum. Hún hækkaði um 43 stig frá opnun markaðar og hefur hún ekki verið hærri í rúmt ár.