*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 10. mars 2015 11:52

Pundið ekki sterkara gagnvart evru í sjö ár

Ótti við mögulegan flótta Grikkja úr evrusamstarfinu ýtti pundinu upp gagnvart evru í dag.

Ritstjórn

Breska pundið styrktist um 0,45% gagnvart evru í dag og fór gengið yfir 1,4 evrur á pund í fyrsta skipti frá desember 2007.

Í frétt BBC er haft eftir sérfræðingum að ótti við að Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið hafi ýtt pundinu upp á við.

Í gær funduðu fjármálaráðherrar evruríkjanna um stöðu grískra ríkisfjármála og voru Grikkirnir sendir heim með þeim skilaboðum að þeir ættu að hætta að eyða tíma þeirra. Lítið hefur miðað í viðræðum evruríkjanna og Grikklands síðustu tvær vikur.

Lánadrottnar Grikklands á evrusvæðinu vilja fá ítarlega útlistun frá grískum stjórnvöldum um aðhalds- og hagræðingaraðgerðir. Grikkir sendu slíka áætlun í sjö liðum, en hún hefur ekki hlotið náð fyrir augum fjármálaráðherra evruríkjanna.

Stikkorð: Grikkland Bretland Pund Evra