Breska pundið hefur veikst í kjölfar fregna þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti um tímalínu fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Um það hefur Viðskiptablaðið áður fjallað um hér .

Pundið veiktist um 1% gagnvart dollaranum og stóð því í 1,2854 bandaríkjadal. Pundin veiktist einnig um 1% gagnvart evru og stendur í 1,14 evru. Þó hefur pundið styrkst eitthvað það sem af er degi.

Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar má einnig sjá myndræna framsetningu á stöðu pundsins síðastliðin þrjú ár.