Breska pundið hefur ekki verið veikari gagnvart dollara í fimm og hálft ár. Pundið hefur veikst um 15% gagnvart dollara frá því í sumar og um 12% gagnvart íslensku krónunni. Í júlí kostaði pundið um 210 krónur, en nú kostar það aðeins 186 krónur og hefur ekki verið ódýrara í krónum síðan 2013.

Veiking pundsins er rakin til versnandi horfa í breska hagkerfinu og óvissu vegna Kína. Englandsbanki hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum 14. janúar vegna útlits fyrir minni verðbólgu en áður var talið. Búist er við að nýjar hagtölur í næstu viku muni gefa til kynna að verðbólga sé áfram við núllið, að hægst hafi á launahækkunum og að smásala hafi dregist saman.

Pundið kostar nú um 1,43 dollara. Bankinn Commerzbank AG spáir því að pundið muni kosta um 1,46 dollara í lok þessa árs, en hafði áður spáð því að pundið myndi kosta 1,52 dollara.

Frétt Bloomberg .