Breska sterlingspundið styrktist um 1 prósent gegn dollaranum á einni mínútu í dag. Pundið hefur ekki styrkst eins mikið á síðustu sjö viðskiptadögum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg . Þar er einnig hægt að sjá mynd af gengi pundsins á þessari örlagaríku mínútu.

Það styrktist meðal annars meira en 15 af 16 stærstu gjaldmiðlum heims þrátt fyrir tiltölulega lítil viðskipti. Styrkingin kom í kjölfar þess að pundið hafði lækkað um 2 prósent í síðustu viku.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, lofaði nýverið að lækka skatta og gæti það hafa haft áhrif á gengi pundsins. Eins og sakir standa kostar eitt pund 139,44 íslenskar krónur en það hefur styrkst eilítið gagnvart krónunni á síðustu misserum. Til að mynda þá var hægt að kaupa pund á 136 krónur.