Pundið hefur styrkst fimm daga í röð gagnvar dollaranum. Það hefur ekki hækkað eins mikið síðan í júlí. Í kjölfar niðurstöðu dómstóls í Bretlandi sem að úrskurðaði að ríkisstjórn landsins hafi ekki vald til að ákveða upp á sitt einsdæmi útgöngu úr Evrópusambandinu, þrátt fyrir að þjóðin hafi ákveðið útgöngu með þjóðaratkvæðagreiðslu, tók pundið stökk.

Pundið styrktist um 1,4% og var metið á 1,2473 dollara. Það hefur ekki verið hærra síðan Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu.