Breska pundið hefur veikst gagnvart Bandaríkjadal sem nemur 1,7% í viðskiptum snemma dags. Lækkunin kemur í kjölfar yfirlýsingar Boris Johnson um að hann muni beita sér fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta er mesta lækkun á einum degi síðan árið 2010.

Áhætta tengd mögulegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er talið auka líkur á óstöðugleika gjaldmiðilsins. Gert er ráð fyrir að kosningar verði haldnar í júní nk. um áframhaldandi veru landsins í sambandinu.