*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 7. apríl 2021 10:01

Punga út 2,4 milljörðum fyrir Domino's

Fjárfestahópur, sem inniheldur m.a. Birgi Bieltvedt og Bjarna Ármannsson, greiddi 2,4 milljarða fyrir kaup á Domino's á Íslandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson / EPA

Hópur fjárfesta sem nýlega keypti rekstur Domino's á Íslandi þurfti að punga út 2,4 milljörðum til seljendans, breska félagsins Domino's Pizza Group. Markaðurinn greinir frá þessu.

Umræddur fjárfestahópur samanstendur af Eyju, félagi í eigu Birgis Bieltvedt og eiginkonu hans Eyglóar Kjartansdóttur, Sjávarsýn, sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristni, sem er félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi.

Í síðasta mánuði greindi Viðskiptablaðið frá því að Eyja, sem líkt og fyrr segir er í eigu þeirra hjóna Birgis og Eyglóar, hafi fest kaup á Domino's í Svíþjóð af Domino's Pizza Group.