Vladimir Putin, forseti Rússlands, ætlar að eyða rúmlega 400 milljörðum Bandaríkjadala í að styrkja rússneska herinn á næstu árum. Sagði hann á fundi í Kreml í dag að Rússar yrðu að vera viðbúnir hinum ýmsu ógnum við landamæri sín.

Putin hefur samkvæmt skoðunarkönnunum sjaldan verið jafn vinsæll, þrátt fyrir gríðarleg efnahagsvandamál í Rússlandi vegan viðskiptaþvingana og lækkandi olíuverðs.

Þessir 400 milljarðar dollar munu m.a. fara í tugi nýrra herskipa, hundruðir flugvéla og sprengjuflauga og þúsundir skriðdreka.

Putin bætti því við að áform hans um uppbyggingu hersins væru alls ekki merki um árásargirni og hyggst hann leysa allar deilur á pólitískan máta og í samræmi við alþjóðalög.

Samband Rússland við vestræn ríki hefur ekki verið jafn stirt frá því í kalda stríðinu eftir að þeir fyrrnefndu ákváðu að innleysa Krímskagann árið 2014.