ladimir Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í morgun að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent næstu mánuði. Þetta kemur fram á Businessinsider.

Stjórnvöld í Kreml tilkynntu einnig um að sparnað í ráðuneytum um 10% og embætismönnum muni fækka um 5-20%.

Ástæða ákvörðunarinnar er versnandi efnahagur í Rússlandi, veik rúbla og lágt olíuverð, en Rússland er annar stærsti útflytjandi á olíu í heiminum.

Samkvæmt tilskipun forsetans nær launalækkunin til annarra háttsettra embættismanna, m.a. forsætisráðherrans, og gildir hún frá 1. mars til áramóta.

Laun Pútins þrefölduðust fyrir tæpu ári, en þá sagðist Pútin hafa lægri laun en ráðherrrar í ríkisstjórn hans.