Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lítur á sig sem keisara landsins og vinnur Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, að því sleitulítið að tryggja völd og ítök Pútíns og gjörspilltra samverkamanna hans í rússnesku efnahagslífi.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegri fréttaskýringu um Pútín og skuggalegan kunningjahóp hans í breska viðskiptadagblaðinu Financial Times. Þá er jafnframt komið inn á brask félaga og stuðningsmanna Pútíns sem kaupa upp rússneskar ríkiseignir í gegnum aflandsfélög.

Pútín tók við forsetaembættinu af Boris Jeltsín á Gamlársdag 1999 og sat fram í maí árið 2008. Þá tók hann við sem forsætisráðherra. Pútín gat lögum samkvæmt ekki setið þrjú kjörtímabili í röð og tók Dmitry Medvedev við af honum. Medvedev útnefndi Pútin sem forsætisráðherra eftir að hann tók við embættinu. Pútín lýsti því yfir í september að hann ætli að skella sér í forsetaslaginn á ný á næsta ári.

Fréttaskýring Financial Times um Vladimír Pútín