Fylgi Vladimir Pútín, forseta Rússlands, mælist nú 74%, en það hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Þetta er niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem framkvæmd var í Rússlandi á dögunum.

Tvö ár eru í kosningar í Rússlandi, en það er talið ljóst að ef Pútin myndi bjóða sig fram í þeim þá myndi hann gjörsigra. Ef hann myndi ná aftur kjöri þá myndi hann sitja sitt fjórða kjörtímabil sem forseti landsins. Reuters greinir frá.

Stjórnarskrá Rússlands tilgreinir að enginn megi sitja meira en tvö kjörtímabil í röð. Eftir fyrstu tvö kjörtímabilin sem forseti Rússlands tók Pútín við embætti forsætisráðherra, Dmitry Medvedev fór úr embætti forsætisráðherra og tók við embætti forseta í eitt kjörtímabil. Þegar því var lokið bauð Pútín sig aftur fram til forseta og Medvedev tók aftur við embætti forsætisráðherra.

Almenningsálit á Pútín í Rússlandi hefur aukist undanfarið en talið að deilurnar í Úkraínu og Sýrlandi hafi átt mikinn þátt í að auka við vinsældir hans í heimalandinu.