Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar olíufélög þar í land um verðsamráð á olíumarkaði. Skortur á olíu hefur gert vart við sig á markaðnum þar í landi, þar sem framboð á olíu er alla jafna mikið.

Igor Sechin, aðstoðarmaður Pútíns, minntist á olíuskortinn á ríkisstjórnarfundi sem fram fór í Rússlandi á dögunum. Minntist hann á að bilstjórar þyrftu stundum að bíða í röðum til að fá eldsneyti á bílana sína.

Samkvæmt frásögn Financial Times fyrirskipaði Pútín að Sechin og nefnd sem vinnur gegn einokun að rannsaka hvort verðsamráð viðgengist á olíumarkaðnum. „Það er enginn skortur. Þetta snýst ekki um skort. Þetta er spurning um samráð,“ segir Pútín. Hann sagði að olíubarórarnir hefðu sammælst um að takmarka framboð á markaði.