Vladimir Putin segir að botninum sé náð í efnahagskreppu Rússlands. Þetta kom fram í árlegri ræðu sem Putin hélt í gær, en ræðan er talin vera hápunktur pólitíkur í Rússlandi á hverju ári.

„Verg landsframleiðsla hefur lækkað, veðrbólga er 12,3%, innkoma og fjárfesting er að dragast saman en botninum í efnahagsörðugleikunum er náð,“ sagði Putin í ræðunni.

Efnahagur Rússlands er háður olíu- og gasverði. Putin sagði að gert hefði verið ráð fyrir því að olíuverðið myndi vera í kringum 100 dalir á tunnuna, síðan hafi áætlanir verið endurskoðaðar og búist við því að verðið myndi vera í kringum 50 dalir. Putin sagði að það verðmat hafi einnig reynst of bjartsýnt.

Putin sagði að hagvöxtur á næsta ári yrðu 0,7%, 1,9% árið 2017 og 2,4% árið 2018 miðað við að olíuverð verði um 50 dalir á tunnuna.

Rússneski björninn

Þrátt fyrir að hafa gagnrýnt vesturlönd fyrir efnahagsþvinganir þá var Putin ekki jafn harðorður gagnvart vesturlöndum og hann var í fyrra. Þá líkti hann Rússlandi við bjarndýr sem gætti skógarins.

„Kannski ætti bjarndýrið bara að sitja hljóður, borða ber og hunang frekar en að elta gríslinga. Kannski myndu þeir þá láta okkur í friði. Ég held ekki, þeir myndu samt reyna að koma böndum á björninn og draga úr okkur klærnar og vígtennurnar til að bjarndýrið gæti ekki gert neitt slæmt. En þá yrðu bjarndýrið bara bangsi - tuskudýr. Viljum við að bjarndýrið okkar verði tuskudýr“