Endurskoðendaskrifstofan PricewaterhouseCoopers hefur formlega beðist afsökunar á því að röng kvikmynd var yfirlýst besta myndin. Warren Beatty og Faye Dunaway, sem tilkynntu um verðlaunin, var afhent rangt umslag á Óskarverðlaunaafhendingunni. Þar stóð að La La Land hafi sigrað keppnina, en síðar kom í ljóst að Moonlight hafi staðið uppi sem sigurvegari. Frá þessu er greint í frétt AFP-fréttaveitunnar .

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að þau biðja aðstandendur Moonlight, La La Land, Warren Beatty, Faye Dunaway og áhorfendur innilegrar afsökunar á ruglingnum. Fyrirtækið bætti við að kynnunum hafi verið afhent rangt umslag og að þau hafi leiðrétt misskilninginn eins fljótt og auðið var.

PwC framkvæmir nú rannsókn á því hvernig slíkt gat gerst og fagna því að málið hafi verið afgreitt „tignarlega“ á verðlaunaafhendingunni.