Endurskoðunarfyrirtækið PwC hefur skilað þrotabúi Sparisjóðabanka Íslands, eða Icebank eins og hann hét um tíma, skýrslu um rúmlega 50 mál sem áttu sér stað innan bankans fyrir fall hans. Slitastjórn bankans fer nú yfir hvaða málum veður vísað áfram til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um saknæmt athæfi og í hvaða málum sé mögulegur grundvöllur fyrir því að sækja skaðabætur eða rifta gerningum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þrotabús Sparisjóðabankans til kröfuhafa hans.

Tveggja ára rannsókn

PwC var upphaf lega ráðið til þrotabús Sparisjóðabankans í maí 2009 til að rannsaka starfsemi bankans fyrir fall hans, en Fjármálaeftirlitið (FME) tók yfir bankann tveimur mánuðum áður. Í maí 2010 var síðan ákveðið að PwC myndi víkka út rannsókn sína og láta hana ná til ákveðinna viðskiptagerninga sem skiptu máli við hámörkun endurheimta fyrir þrotabúið.

Á meðal þeirra mála sem voru undir í rannsókn PwC voru stærstu lánaskuldbindingar bankans og þeir viðskiptagerningar sem hafa haft í för með sér mestar afskriftir fyrir bankann. Auk þess voru lán til tengdra aðila rannsökuð sérstaklega og stuðst við þær upplýsingar sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem tengdust Sparisjóðabankanum. Alls var lagt upp með að rannsaka um 70 mál.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofa undir liðnum Tölublöð.