Árið 2015 mun PwC taka við sem endurskoðandi HSBC, stærsta banka Evrópu. Bankinn er næst-stærsta fyrirtæki á hlutabréfamarkaði í London og er markaðsvirði bankans er um 130 milljarðar punda. Viðskiptavinir bankans eru um 90 milljónir manns og er hann með um 7.200 skrifstofur í 85 löndum í fimm heimsálfum.

Það kemur því fæstum á óvart að bankinn sé mjög verðmætur viðskiptavinur en þóknun KPMG fyrir árið 2012 hljóðar upp á 80,5 milljónir punda. Hluti af þeim verkefnum sem KPMG sinnti var meðal annars skattaráðgjöf, endurskoðun og hjálp við að verðmeta eignir.

Í tilkynningu frá bankanum segir að hluthafafundur þurfi að samþykkja breytinguna en það er einungis formsatriði þar sem bankinn hefur nú þegar gefið það út að hann hyggist skipta um endurskoðanda og að PwC verði fyrir valinu.