Rússneski auðmaðurinn Vladimir Marugov, sem kallaður hefur verið Pylsukóngurinn í heimlandinu þar sem hann átti og rak eina stærstu kjötframleiðslu landsins, var skotinn til bana með lásboga á heimili sínu síðastliðna nótt. Var hann staddur í gufubaði á heimili sínu ásamt konu er tveir grímuklæddir ræningjar brutu sér leið inn á heimilið. Ræningjarnir fóru fram á að Marugov myndi afhenda þeim peninga. Konan sem var stödd með Marugov náði að flýja heimilið og gera lögreglu viðvart. BBC greinir frá.

Er lögreglu bar að garði höfðu ræningjarnir flúið vettvang á bifreið en lík Marugov fannst í gufubaðinu og lá morðvopnið við hlið líksins. Heimili Marugov er staðsett í um 40 kílómetra fjárlægð frá höfuðborginni Moskvu.

Bílinn sem hinir grunuðu morðingjar notuðu til að flýja vettvangt fannst í dag í bænum Istra, sem staðsettur er í útjaðri Moskvu, en þegar þetta er skrifað hefur lögreglunni ekki enn tekist að hafa hendur í hári þeirra grunuðu.