Rekstur Pylsuvagnsins á Selfossi var rekinn með 6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.

Pylsuvagninn var einnig rekinn með hagnaði árið 2011 en þá skilaði reksturinn 8,2 milljónum í hagnað. Samkvæmt ársreikningi ársins 2012 var ákveðið að greiða 5,5 milljónir út í arð vegna rekstrarársins 2011. Það er Ingunn Guðmundsdóttir sem er eigandi Pylsuvagnsins en hún tók við vagninum sumarið 1984 en þá stóð vagninn örlítið nær Ölfusá en nú er.

Eignir félagsins nema samtals 35 milljónum króna, þar af eru bankainnstæður um 17 milljónir og er pylsuvagninn sjálfur metinn á um 13 milljónir. Eigið fé félagsins nemur alls um 27,3 milljónum króna.