Eigið fé Q Iceland Finance er neikvætt um eina 25,8 milljarða króna en félagið var árið 2008 kaupandi að 5,01% hlut í Kaupþingi. Dómsmál er nú rekið gegn fyrrverandi stjórnendum Kaupþings vegna viðskiptanna. Skuldir félagsins eru einnig 25,8 milljarðar króna og koma til vegna áðurnefndra kaupa.Í skýringum í ársreikningi fyrirtækisins segir að skuldin sé bókfærð á upphaflegu nafnvirði lánsins og vegna óvissu um greiðslu hafa engar vaxtagreiðslur verið færðar til bókar, enda ljóst að félagið eigi ekki fyrir skuldinni.

Eignir Q Iceland Finance námu í lok síðasta árs 255.594 krónum. Móðurfélagið, Q Iceland Holding, sem er í eigu hins katarska Bin Khalifa Bin Hamad, er með neikvætt eigið fé upp á 403.540 krónur. Eina eign þess er bókfærður 500.000 króna hlutur í dótturfélaginu.