Ástralska flugfélagið Qantas Airways skilaði methagnaði á seinni helmingi ársins 2017. Flugfélagið sem hefur farið í gegnum mikla endurskipulagningu á síðustu árum hagnaðist um 976 ástralska dollara sem nemur um 76 milljörðum króna íslenskum á seinni sex mánuðum ársins.

Fyrir þremur árum skilaði félagið mettapi og reksturinn hefur því tekið miklum viðsnúningi.

Samanborið við sama tímabil í fyrra jókst hagnaður félagsins um 14,6% en hlutabréf í félaginu hækkuðu í kjölfarið um 6% í kauphöllinni í Sydney.