Qatar Airways hefur hætt við umdeildar áætlanir sínar um að kaupa 10% hlut í bandaríska flugfélaginu American Airlines. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Í júní síðastliðnum greindi American Airlines frá því að félaginu hafi borist tilkynning frá Qatar Airways um að katarska flugfélagið hygðist kaupa 10% hlut í félaginu.

Samkvæmt forstjóra Qatar Airways var ákvörðun tekin eftir að American Airlines birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Sagði hann að eftir að fjárfestingin hefði verið skoðuð nánar með tilliti til uppgjörs American Airlines hafi komið í ljós að fjárfestingin samræmdist ekki markmiðum Qatar Airways.

Ekki þykir ljóst hvaða þættir í uppgjörinu urðu til þess að félagið hætti við kaupin. Tekjur félagsins jukust um 7,2% milli ára á tímabilinu og á sama tíma jukust tekjur á hvern sætiskílómetra um 6%.