Qatar Airways skrifaði í gær undir samkomulag við evrópska flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á áttatíu flugvélum af gerðinni A350, þrjár A380 og þrjár A320. Samtals nemur kaupverðið um 16 milljörðum Bandaríkjadala. Á sama tíma hefur Emirates Airlines lagt inn pöntun á átta flugvélum af gerðinni A380, auk þess sem Wall Street Journal greinir frá því að US Airwys sé að leggja lokahönd á sjö milljarða dala kaup á þrjátíu vélum af gerðinni A350 frá Airbus.