*

sunnudagur, 16. maí 2021
Erlent 20. júní 2017 13:57

Qatar Airways flugfélag ársins

Katarska flugfélagið Qatar Airways hefur verið valið flugfélag ársins af Skytrax á sýningu í París.

Ritstjórn
Akbar Al Baker, forstjóri Qatar Airways.
european pressphoto agency

Katarska flugfélagið Qatar Airways hefur verið valið flugfélag ársins af Skytrax á sýningu í París. Flugfélagið hefur því upplifað bæði hæstu hæðir og lægstu lægðir á síðustu misserum en það varð fyrir miklu tjóni í kjölfar þess að nokkur Arabaríki slitu tengsl við Katar. Frá þessu er greint í frétt CNN Money. 

Flugfélagið flýgur alls 174 flugvélum um heim allan og hefur lagt sérstaka áherslu á löng flug þvert á heimsálfur og glæsilega lúxusþjónustu fyrir þá sem geta borgað. Verðlaun Skytrax eru oft nefnd „Óskarverðlaun flugbransans“.

Stikkorð: verðlaun besta Qatar Airways