Samkeppniseftirlit Evrópu hefur ákært tölvukubbaframleiðandann Qualcomm fyrir brot gegn samkeppnislögum.

Félagið er ásakað um að hafa gert greiða stórnotendum fyrir að nýta eingöngu tölvukubba frá þeim og að hafa selt þá undir kostnaðarverði til að reyna að þröngva samkeppnisaðila af markaðnum.

Margrethe Vestager, yfirmaður samkeppniseftirlits Evrópu sagði að hann væri hrædd um að aðgerðir Qualcomm hafi þröngvað samkeppnisaðila út af markaðnum, eða gert þeim ókleift að eiga í samkeppni. Fyrirtækið hefur hafnað því að aðgerðir þeirra hafi brotið gegn samkeppnislögum.

Ef að félagið verður fundið sekt þá gæti það þurft að greiða allt að 10% að heildartekjum samstæðunnar, en þær voru 25 milljarðar dala á síðasta ári. Sektin gæti því verið allt að 2,5 milljarðar dala, eða um 326 milljarðar króna.

Qualcomm er einn stærsti framleiðandi heims á tölvukubbum fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en fjöldi fyrirtækja hefur hætt störfum á undanförnum árum vegna þess að þau geta ekki átt í samkeppni við félagið.