Stjórn bandaríska skyndibitastaðarins Quiznos óskuðu í dag eftir heimild til greiðslustöðvunar samkvæmt þarlendum gjaldþrotalögum. Stefnan hefur verið sett á að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins og lækka skuldir um rúmar 400 milljónir króna.

CNN-fréttastofan fjallar um málið og segir að meirihluti verslana Quiznos, þar á meðal hér, sé í eigu annarra aðila. Þeir hafi aðeins keypt sérleyfi til að nota vörumerki fyrirtækisins.

CNN rifjar upp að stutt er síðan önnur skyndibitakeðja óskaði eftir greiðslustöðvun. Það var pizzakeðjan Sbarro, sem fór í þrot í vikubyrjun.