ITV fjölmiðlarisinn hefur keypt sjónvarpsréttinn að QuizUp spurningaþættinum í Bretlandi en  Þorsteinn B. Friðriksson, höfundur QuizUp, kynnti þáttinn fyrir breskum sjónvarpsstöðvum í London í síðustu viku.

ITV er fyrst evrópska stöðin sem tryggir sér sjónvarpsréttinn en nýlega var greint frá því að NBC ætlaði að framleiða tíu þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum.

Fjöldi sjónvarpsstöðva víða úr heiminum hafa sýnt sjónvarpsréttinum áhuga en Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og Viggó Örn Jónsson framleiðandi á vegum NBC eru nú á MIPCOM ráðstefnunni sem er nýhafin í Cannes að kynna þáttinn.