Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efnir til hádegisverðarfundar á Grand Hótel á morgun, þriðjudaginn 5. október n.k.

Á fundinum verður fjallað um áhrif dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins mun fjalla um viðbrögð atvinnulífsins við dómnum. Þá mun Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður fara yfir lagaleg áhrif dómsins og að lokum munTryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður fara yfir áhrif dómsins á fjármálastofnanir og almenning.

Að loknum erindum munu þeir Orri, Brynjar og Tryggvi Þór sitja í pallborði og svara spurningum.

Fundurinn er öllum opinn. Hann hefst  kl. 12.00 og lýkur kl. 13.30. Skráning fer fram á vef félagsins www.fvh.is .