Samkvæmt yfirliti Seðlabankans eru útistandandi jöklabréf núna um 238 milljarðar króna og þar af á Rabobank Nederland 33% af útgáfunni eða 78 milljarða króna. Þýski fjárfestingarbankinn KFW kemur þar næstur með 42 milljarða eða 18%.

Í janúar og febrúar falla 98 milljarðar á gjalddaga.

Eigendur Jöklabréfa - upphæð og hlutfall:

  • Rabobank Nederland 78,0 33%
  • Þýski fjárfestingarbankinn KFW 42,0 18%
  • Evrópski fjárfestingarbankinn 33,0 14%
  • Ameríski þróunarbankinn 22,1 9%
  • Alþjóðabankinn R&D 15,9 7%
  • Toyota 13,0 5%
  • Rentenbank 7,3 3%
  • Aðrir 26,8 11%
  • Alls 238,1 100%