Bankasýsla ríkisins hefur ráðið níu söluráðgjafa til viðbótar vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar. Um er að ræða eftirfarandi fyrirtæki:

  • Arion banki hf.
  • Arctica Finance hf.
  • Barclays Bank Ireland PLC
  • Fossar Markets hf.
  • HSBC Continental Europe
  • Íslensk Verðbréf hf.
  • Íslenskir Fjárfestar hf.
  • Kvika banki hf.
  • Landsbankinn hf.

Framangreindir aðilar voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar.

Áður hefur Bankasýsla ríkisins kynnt ráðningu þriggja leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa , þ.e. Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan AG og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. Auk þess voru lögmannsstofurnar BBA Fjeldco ehf. og White & Case LLP ráðnar sem sameiginlegur lögfræðiráðgjaf. STJ Advisors Group Limited verður einnig sjálfstæður fjármálaráðgjafi vegna frumútboðs bankans.