*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 11. október 2019 10:09

Radar SFS kominn í loftið

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa opnað upplýsingavefinn Radarinn - mælaborð sjávarútvegsins.

Ritstjórn
Hægt er að nálgast tölur og upplýsingar um sjávarútveginn og fiskeldi á vefnum radar.is.
Haraldur Guðjónsson

Nú er hægt að nálgast upplýsingar og tölur um íslenskan sjávarútveg og fiskeldi á einum stað. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa opnað vefinn radarinn.is sem er hugsaður srem mælaborð sjávarútvegs og fiskeldis á Íslandi.  

„Hvert var útflutningsverðmæti sjávarafurða í fyrra, hvaða afurð er verðmætust, hvert seljum við fiskinn, hvað notar flotinn mikið af olíu, hvað er framleitt mikið af eldisfiski á Íslandi og hverjir kaupa? Svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum má finna á nýjum vef „mælaborði“ um íslenskan sjávarútveg og fiskeldi sem hefur verið opnaður; radarinn.is,“ segir í frétt á vef samtakanna. 

Radarnum er skipt í fimm flokk; útflutningur, hagkerfið, vinnumarkað, umhverfismál og fiskeldi. Allar Upplýsingarnar sem birtar eru á vefnum eru unnar upp úr opinberum gögnum. 

Stikkorð: SFS