Félagið Authenteq, sem er í eigu Kára Þórs Rúnarssonar, Rúnars Karlssonar, Startupbootcamp og Arion banka, hlaut fyrir skömmu nafnbótina eitt af fimm leiðandi tæknifyrirtækjum í heiminum sem fást við meðhöndlun persónuauðkenna frá CTIA, samtökum framleiðenda á sviði þráðlausrar tækni.

Authenteq var stofnað fyrir um fjórum árum en skrifstofur félagsins eru í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Félagið hefur hannað samnefndan hugbúnað sem er notaður til þess að auðkenna notendur með sannanlegum hætti á netinu. „Þetta er notað til þess að vita hvort þú sért í rauninni sá eða sú sem þú segist vera. Það eykur gagnsæi í viðskiptum og samskiptum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Authenteq, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir þróunarkostnað hlaupa á tugum milljóna króna.

Auðvelt að villa á sér heimildir

Kári segir að notagildi Authenteq sé víðtækt, en í fyrstu sé þó einblínt á vefsvæði eins og eBay, Uber eða AirBnB. „Þar eru yfirleitt tveir einstaklingar sem þekkjast ekki sem eiga í viðskiptum eða samskiptum. Það er alltaf áhætta fyrir þann sem er að skipta, sérstaklega við einhvern nýjan, að hinn aðilinn sé ekki sá sem hann segist vera.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .