Toyota á Íslandi hefur höfðað mál gegn Deloitte vegna ráðgjafar fyrirtækisins um öfugan samruna.

Deloitte veitti ráðgjöf þegar Bergey, félag í eigu Magnúsar Kristinssonar, keypti Toyota á Íslandi árið 2005. Í framhaldi tók Toyota Bergey yfir með skuldum og eignum. Slíkt nefnist öfugur samruni og var algengur á þeim tíma. Endurálagning vegna öfugs samruna hjá Toyota nam 93 milljónum króna.

Á næstu vikum mun annað fyrirtæki höfða mál gegn KPMG vegna öfugs samruna þar sem farið verður fram á bætur frá ráðgjöfum. Fjöldi fyrirtækja er í sömu sporum og því má gera ráð fyrir að mörg mála munu fylgja í kjölfarið. Kröfurnar munu líklega nema hundruðum milljóna króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .