Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar um afnám fjármagnshafta fá greiddar 17 þúsund krónur á tímann. Einstakir ráðgjafar voru ráðnir vegna verksins en hópurinn skilað i skýrslu í síðustu viku.

Í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið segir að ráðherranefnd um efnahagsmál hafi samþykkt á fundi sínum 18. október í fyrra að kveðja sér til ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga um afnám fjármagnshafta.

Ráðgjafar voru skipaðir af forsætisráðherra 27. nóvember 2013 og voru ráðningasamningar gerðir til til 31. mars síðastliðins. Þóknun er tvískipt. Annars vegar er kveðið á um fastan tímafjölda á mánuði og hins vegar er greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.