Dóttir Donald Trump, Ivanka Trump og Jared Kushner, eiginmaður hennar, þénuðu a.m.k. 82 milljónir dollara í utanaðkomandi tekjur á fyrsta ári þeirra sem ólaunaðir ráðgjafar Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram á vef BBC .

Ivanka á meðal annars að hafa þénað um 3,9 milljónir dollara af hlut sínum í Trump International Hotel. Einnig þénaði hún yfir 5 milljónir dollara af vörumerki sem hún gefur út í eigin nafni.

Á síðasta ári námu verðmæti eigna Kushners á bilinu 179 milljónir dollara til 735 milljónir dollara. Eignir Ivönku voru á sama tíma metnar á bilinu 55,3 milljónir dollara til 75,6 milljónir króna.

Þessi staðreynd hefur vakið spurningar um meint siðferðisbrot og hagsmunaárekstra þeirra hjóna. Trump fjölskyldan hefur legið undir ásökunum um að nýta sér forsetastöðuna til framdráttar eigin fjárhagslegs gróða.