Fjárfestirinn Carl Icahn hefur verið einn helsti stuðningsmaður Donald Trumps á Wall Street. Milljarðamæringurinn samþykkti meira að segja að gegna ráðgjafahlutverki fyrir nýja forsetann.

Þrátt fyrir þennan mikla og meinta stuðning við Trump, virðist vogunarsjóður Ichans ekkert sérlega bjartsýnn.

Samkvæmt CNN Money, birti sjóðurinn, sem ber nafnið Ichan Enterprises, upplýsingar um skorstöður sínar í síðustu viku.

Í gögnunum kemur fram að nettó skortstaða félagsins hafi numið um 128% í lok ársins 2016.

Skortstöður félagsins hafa því fimmfaldast og gefur það auga leið að Ichan muni græða talsverðar fjárhæðir ef gengi bréfa vestanhafs tekur niðursveiflu.

Ichan sagði einnig í nýlegu viðtali að hann teldi markaði hafa farið fram úr sér.