*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 22. október 2012 17:57

Raðgjaldþrot vegna Aska Capital

Félög vegna hlutafjárkaupa starfsmanna Aska Capital hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Ritstjórn

Tíu félög sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast hlutabréfakaupum í Askar Capital hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Átta félög heyra nú undir Eignarhaldsfélagið Hrímbakur ehf. sem er í eigu Lokkadísar ehf., sem bæði hafa verið tekin til skiptameðferðar.

Hrímbakur var í eigu Sátts ehf., sem var í eigu Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Sáttur ehf. var fyrir skömmu einnig tekið til skiptameðferðar. „Það eru allt saman frekar gömul viðskipti á bak við þetta sem er verið að gera upp í samráði við bankana,“ segir Guðmundur í samtali við Viðskiptablaðið.

Félögin sem um ræðir bera nöfnin Asca 1, Asca 2, Asca 3, Asca 5, Asca 7, Hrollur ehf., Kraflar ehf., Geigur ehf., Eignarhaldsfélagið Hrímbakur ehf. og Lokkadís ehf. Síðustu ársreikningar þessara félaga sýna að samtals var neikvætt eigið fé þeirra 1.025 milljónir króna í árslok 2010.

Stikkorð: Gjaldþrot Askar Capital
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is