Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra berst fyrir pólitísku lífi sínu, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fjallað var um bréf Hönnu Birnu sem hún sendi umboðsmanni Alþingis á dögunum í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins (RÚV). Í bréfinu sagði að Stefán Eiríksson, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekki getað haft nein efnisleg áhrif á rannsókn lekamálsins því málið hafi verið í höndum ríkissaksóknara.

Í frétt RÚV sagði líka að ríkislögreglustjóri segi lögreglustjórann hafa farið með framkvæmd rannsóknarinnar og að honum hafi verið gefin fyrirmæli um rannsóknina. Þá felist líka þversögn í því að segja að með þvi að segja að með því að eiga í samskiptum við Stefán um rannsóknina á meðan á henni stóð hafi Hanna Birna verið að tryggja framgang rannsóknarinnar og greiða fyrir henni.