*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 20. mars 2016 10:16

Ráðherra hækkar endurgreiðslur

Ragnheiður Elín Árnadóttir vill halda áfram að gera vel við erlenda kvikmyndaframleiðendur.

Ritstjórn
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Haraldur Guðjónsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram frumvarp til Alþingis þar sem hún leggur til að nokkrar breytingar á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.

Í fyrsta lagi er lagt til að gildistími laganna sé framlengdur um fimm ár eða til lok árs 2021, að óbreyttu munu lögin falla úr gildi við lok þessa árs. Í öðru lagi er lagt til að hækka hlutfall endurgreiðslu samkvæmt lögunum úr 20% í 25%. Fyrst þegar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar voru samþykktar árið 1999 þá var hlutfallið 12%, hlutfallið var hækkað í 14% árið 2006 og í 20% árið 2006.

Í þriðja lagi er lagt til að sjálfstæð nefnd hafi umsjón með afgreiðslu umsókna um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar.