Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður heimilt að stofna opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að gæta hagsmuna íslenska ríkisins vegna þátttöku í olíustarfsemi, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Hlutafé félagsins við stofnun verður 20 milljónir króna og verður allt hlutafé í eigu íslenska ríkisins.

Það fyrirkomulag sem lagt er til í frumvarpinu tekuð mið af því regluverki sem gildir um ríkisolíufélagið Petoro í Noregi. Þannig er skýrt tekið fram í frumvarpinu að hlutafélaginu sé óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki, og tilgangur félagsins sé einungis að halda utan um leyfi til olíu- og gasvinnslu og leggja grunn að því að hugsanlegur ávinningur nýtist samfélaginu öllu.