*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 16. ágúst 2017 11:03

Ráðherra horfi til íbúa

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að horfa til íbúa á norðanverðum Vestjörðum þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.

Ritstjórn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að horfa til íbúa á norðanverðum Vestjörðum þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í bókun á fundi bæjarráðs. 

„Hagsmunir íbúa á svæðinu eiga að njóta sanngirnis í ákvörðunum þar sem hagræn áhrif hljóta að skipta máli þegar framtíð fiskeldis á svæðinu er ákveðin,“ segir í bókuninni. Bætt er við að fyrirsjáanlegt að hagræn áhrif fiskeldis muni hafa mikil og jákvæð áhrif á byggðina við Ísafjarðardjúp að mati bæjarráðs. „Það er ófrávíkjanleg krafa okkar að hagsmunir samfélagsins séu hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um leyfisveitingar fiskeldis í Ísafjarðardjúpi sem nú er framundan,“ kemur einnig fram. 

Þorgerður Katrín hefur áður sagt í samtali við Viðskiptablaðið að brýnt sé að gera heildstæða úttekt á því hvaða áhrif aukið fiskeldi í sjó hefur á lífríkið hér við land. Hún sagði í maí síðastliðinn að komi til greina að draga skarpari línur um skilyrði fyrir leyfisveitingur og telur hún „góð rök hníga að því að tengja leyfi til fiskeldis við geldlax í framtíðinni“.

Fyrir skömmu fundaði ráðherra með bæjar- og sveitarstjórum á norðanverður Vestjörðum um uppbyggingu fiskeldis í Ísarfjarðardjúpi fyrir vestan. Samkvæmt áhættumati Hafrannsóknastofnunar sem unnið var fyrir nefnd á vegum ráðherrans um stefnumótun í fiskeldi, er lagst gegn laxeldi í Ísarfjarðardjúpi.