Félagsmálaráðherra boðar aðgerðir til að þrýsta á um endurreikning gengislána. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Það hefur sýnt sig að fjárhagslegir hvatar hafa virkað mjög vel í fjármálakerfinu.Það er því spurning hvort ekki sé rétt að innleiða hvata vegna gengislána þannig að það verði hagstæðara fyrir fjármálafyrirtæki að ljúka endurútreikningi en að tefja hann,“ er þar haft eftir Eygló Harðardóttur ráðherra sem íhugar að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna tafa á endurútreikningi gengislána.

Samkvæmt þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila skal í ágúst ljúka mati á möguleikum slíkrar gjaldtöku.