Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlaganefnd Alþingis fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár á fundi í Salnum í Kópavogi í morgun. Eftir þann fund hófst síðan blaðamannafundur þar sem efni frumvarpsins var kynnt.

Alþingi verður sett klukkan hálftvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur Alþingi og að því loknu flytur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ávarp.

Fjárlagafrumvarpinu verður svo dreift á Alþingi klukkan fjögur í dag. Venju samkvæmt ríkir trúnaður um efni frumvarpsins þangað til. VB.is og VB sjónvarp munu svo byrja að flytja fréttir af því á slaginu fjögur.